fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Geir leggur fram fallega tillögu fyrir Grindavík – „Gætu átt tímabundið heimili“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. nóvember 2023 22:00

Geir er framkvæmdarstjóri ÍA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ leggur fram nokkuð áhugaverða tillögu til þess að Grindavík geti haldið áfram óbreyttu íþróttastarfi. Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sín fyrir tíu dögum vegna jarðhræringa

Ljóst er að Grindvíkingar geta ekki æft á heimaslóðum næstu mánuði og félaginu vantar því samastað. Fótboltinn hefur æft á Álftanesi síðustu daga og körfuboltinn spilað leiki í Smáranum í Kópavogi.

Geir leggur til að Grindavík fái heimili næstu mánuði í Safamýri, þar var Fram áður til húsa en Víkingur Reykjavík er með svæðið í dag.

„Grindavík on my mind,“ skrifar Geir á Facebook síðu sinni.

Hann leggur til að Grindavík fái þarna tímabundna aðstöðu. „Væri ekki tilvalið að bjóða íþróttafólkinu í Grindavík tímabundna aðstöðu í Safamýri á gamla góða íþróttasvæði Fram og núna Víkings.“

„Þar er íþróttahús, knattspyrnuvellir og góður félagssalur. Víkingur hefur held ég verið að hefja einhverja starfsemi þar og gætu hugsanlega sýnt sveigjanleika í þeirri breytingu. Þar gætu keppnislið félagsins í körfu og fótbolta átt tímabundið heimili og æfingar allra flokka farið fram. En svo er spurningin hvort slíkt myndi henta Grindvíkingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Snýr Mourinho aftur?

Snýr Mourinho aftur?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nafngreina manninn sem skallaði öryggisvörð: Stöðvaður er hann pissaði utandyra – Missti allt stjórn á fimmtugsafmælinu

Nafngreina manninn sem skallaði öryggisvörð: Stöðvaður er hann pissaði utandyra – Missti allt stjórn á fimmtugsafmælinu
433Sport
Í gær

Amorim virðist skjóta á sóknarmenn United – ,,Sé bara einn sem er góður í teignum“

Amorim virðist skjóta á sóknarmenn United – ,,Sé bara einn sem er góður í teignum“
433Sport
Í gær

Steinhissa þegar 100 Spánverjar mættu til landsins – Fylgjast með á vinsælli YouTube síðu

Steinhissa þegar 100 Spánverjar mættu til landsins – Fylgjast með á vinsælli YouTube síðu
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar