Benjamin Mendy fyrrum varnarmaður Manchester City hefur höfðað mál gegn félaginu eftir að hafa ekki fengið laun frá félaginu í tvö ár.
Mendy var ákærðu fyrir ítrekuð kynferðisbrot og setti City hann til hliðar vegna þess.
Í dómstólum var Mendy hins vegar sýknaður af öllum ákærum og samdi þá við Lorient í Frakklandi þar sem hann leikur í dag.
City ákvað að hætta að borga Mendy laun eftir að ákærur voru gefnar út og var hann því launalaus í tvö ár á meðan rannsókn og málaferlin stóðu yfir.
Eftir að hafa verið sýknaður í öllum ákæruliðum telur Mendy félagið skulda sér laun og hefur því höfðað mál gegn því.
Hann fer fram á fleiri milljóna punda í greiðslur en Mendy var með rúmlega 100 þúsund pund í vikulaun hjá City.