Það er nokkuð ljóst að Kalvin Phillips er á förum frá Manchester City í janúar. Hann verður þó áfram í ensku úrvalsdeildinni.
Enski miðjumaðurinn gekk í raðir City frá Leeds fyrir síðustu leiktíð en hefur ekki tekist að brjóta sér inn í byrjunarliðið, enda er það ógnarsterkt.
Phillips vill fara annað með EM með enska landsliðinu næsta sumar í huga.
Hefur Phillips verið orðaður við félög á borð við Liverpool og Newcastle en einnig félög utan Englands.
Calciomercato segir hins vegar frá því að leikmaðurinn ætli sér að vera áfram á Englandi sem ættu að vera jákvæðar fréttir fyrir þau ensku félög sem vilja fá hann.