Athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason leggur mikið upp úr því að rækta andlega og líkamlega heilsu. Hann birtir reglulega færslur á Instagram þar sem hann deilir þeim hluta af lífi sínu, eins og hvernig hann endar daginn á hugleiðslu og dagbókarskrifum, eða hvaða bækur breyttu sýn hans á lífið.
Hann deildi nýlega með fylgjendum sínum á Instagram hvaða tilvitnun hafi breytt lífi hans.
Nökkvi Fjalar er einn stofnanda umboðsskrifstofunnar Swipe Media en kvaddi fyrirtækið í mars á þessu ári. Hann stofnaði nýverið fyrirtækið Lydia ásamt Elvari Andra, og er hann skráður forstjóri fyrirtækisins.
„Þessi tilvitnun breytti lífi mínu: Notaðu helgarnar til að byggja upp lífið sem þú vilt, í stað þess að reyna að flýja lífið sem þú átt,“ sagði Nökkvi Fjalar og birti myndband af sér gera ýmsa hluti, eins og að fara á fótboltaleik, gera heljarstökk, stilla sér upp á rauða dreglinum, taka á því í ræktinni og fleira.
View this post on Instagram
Sjá einnig: Nökkvi segir þessar bækur hafi hjálpað honum að verða mjög ríkur