John Murtough verður ekki yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United mikið lengur. Manchester Evening News segir frá.
Þar segir að Sir Jim Ratcliffe muni reka hann úr starfi um leið og kaup hans á 25 prósenta hlut gengur í gegn.
Ratcliffe er að borga 1,3 milljarð punda fyrir þennan hlut í United og mun hann stýra félaginu ásamt Glazer fjölskyldunni.
Richard Arnold hættir í desember sem stjórnarformaður félagsins en það er einnig hluti af þeim breytingum sem Ratcliffe ætlar í.
Ratcliffe mun fá að stýra þeim málum sem kemur að fótboltanum en Glazer fjölskyldan mun frekar sjá um rekstur félagsins.
Búist er við að fleiri breytingar verði utan vallar hjá United á næstu vikum.