David de Gea hefur samkvæmt fréttum hafnað 500 þúsund pundum á viku frá Al Nassr í Sádí Arabíu, hann hefur ekki viljað skrifa undir eftir að hafa yfirgefið Manchester United.
De Gea er 33 ára gamall en hann var ekki spenntur fyrir því að fara til Sádí Arabíu.
Hann er hins vegar sagður vera með tilboð frá Inter Miami í MLS deildinni og er sagður spenntur fyrir því.
Inter Miami ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð en koma Lionel Messi til félagsins hefur sett allt af stað.
Líklegt er talið að Luis Suarez komi til Inter Miami á nýju ári en félagið er meðal annars í eigu David Beckham.