Kristinn Jónsson, fyrrum varnarmaður KR hlær af þeim staðhæfingum Gregg Ryder um að hann hafi yfirgefið KR vegna æfingatíma. Þessu hélt þjálfarinn fram í Dr. Football fyrir helgi.
Ryder tók við KR á dögunum og sagðist hafa fundað með Kristni um að vera áfram hjá félaginu, hann hafi hins vegar ekki treyst sér til að æfa í hádeginu eins og Ryder ætlar að gera.
Kristinn tjáir sig um málið á Facebookar síðu sinni og virðist þar vera nokkuð ósammála þeim ummælum sem þjálfarinn lét falla.
Í sama viðtali tjáði Ryder sig einnig um Kennie Chopart og að hann hafi viljað fara frá KR og fara í nýja áskorun.
Athygli vekur við færslu Kristins að danski leikmaðurinn setur hlæjandi tjákn við færslu Kristins.
Ryder tók við KR fyrir nokkru síðan en félagið hafði skoðað ansi marga kosti áður en nafn hans bar á góma.