Álagið er mikið ef þú ert leikmaður í ensku úrvalsdeildinni, sérstaklega ef liðið þitt er í Evrópukeppni.
Breska blaðið The Sun birti lista yfir þá leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa spilað flestar mínútur á þessari leiktíð.
Leikir í öllum keppnum eru teknir inn í myndina og því kemur ekki á óvart að allir leikmenn á listanum spila með liðum sem eru í Evrópukeppni.
Andre Onana, markvörður Manchester United, trónir á toppi listans með 1620 spilaðar mínútur.
Arsenal og Aston Villa eiga þá flesta fulltrúa á topp tíu.
Listinn í heild er hér að neðan.