fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Listafólk minnti á herferðina Þitt nafn bjargar lífi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. nóvember 2023 10:39

Mynd: aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International kemur fram að deildin hafi í gær staðið fyrir viðburði á fyrstu hæð Kringlunnar við Blómatorg í gær. Tilgangurinn hafi verið að vekja athygli á árlegri og alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi, sem í ár sé helguð tíu málum sem flest tengjast frelsisskerðingu með einum eða öðrum hætti. Frásögn Íslandsdeildar Amnesty International af viðburðinum hljóðar svo og með fylgja nokkrar myndir.

„Söngkonan Elín Ey, ásamt hópi ungs listafólks, tók þátt í viðburði á vegum Íslandsdeildar Amnesty International. Elín Ey flutti eigin útgáfu lagsins, Hvaða frelsi?, eftir Hjálma. Hún söng lagið síendurtekið með ýmsum blæbrigðum til marks um ólíkar birtingarmyndir frelsisskerðingar sem er leiðarstef herferðarinnar í ár. Elín Ey flutti lagið í sérsmíðuðu fangelsi. Listahópur ungs fólks frá Menntaskólanum við Hamrahlíð stóð síðan fyrir gjörningi þar sem fangelsið var tekið í sundur með táknrænum hætti. Á staðnum var fólk á vegum Íslandsdeildar Amnesty International að safna undirskriftum fyrir málin tíu í herferðinni, Þitt nafn bjargar lífi.

Við skipulagningu viðburðarins lagði Íslandsdeild Amnesty International áherslu á að vekja fólk til umhugsunar um frelsiskerðingu í tengslum við herferðina, Þitt nafn bjargar lífi. Frelsi fólks til að tala gegn óréttlæti og mismunun er ógnað í fjölmörgum löndum.

Málin í ár eru fjölbreytt og frá öllum heimshornum. Víða er tjáningarfrelsið skert og fólk hefur sætt fangelsisvist fyrir það eitt að tjá sig í óþökk stjórnvalda. Sumir einstaklingar hafa jafnvel verið myrtir fyrir að krefjast umbóta eða eru í felum vegna líflátshótana. Það á við um nokkur málanna í ár sem flest tengjast frelsisskerðingu með einhverjum hætti. Sem dæmi má nefna:

Í Brasilíu hefur Ana María Santos barist fyrir réttlæti í máli sonar síns Pedro Henrique. Hann var aðgerðasinni og skipulagði á ári hverju göngu þar sem vakin var athygli á lögregluofbeldi. Hann var myrtur í desember 2018 en ítarleg rannsókn á morðinu og réttarhöld hafa enn ekki farið fram. Lögreglumennirnir sem eru grunaðir starfa enn innan lögreglunnar.

Ahmed Mansoor frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum var einn fárra sem eftir var í landinu sem þorði að segja sannleikann um stöðu mannréttindamála í landinu. Nú er hann einn af gagnrýnendum stjórnvalda sem sitja í fangelsi. Hann hlaut tíu ára fangelsisdóm árið 2018.

Löggjöf um þungunarrof í Póllandi er með þeim ströngustu í Evrópu. Kvenréttindafrömuðurinn Justyna Wydrzyńska fann sig knúna til að aðstoða konu í ofbeldissambandi við þungunarrof  en slík aðstoð er refsiverð í Póllandi. Í mars 2022 var Justyna fundin sek um að „aðstoða við þungunarrof“ og dæmd til átta mánaða samfélagsþjónustu. Sakfelling hennar setur hættulegt fordæmi og gerir aðgengi að öruggu þungunarrofi enn torveldara.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi