Lilja Sif Pétursdóttir keppti fyrir hönd Íslands í forkeppninni í síðustu viku en komst ekki áfram í topp 20, en sá hópur keppti um titilinn aðfaranótt sunnudags.
Sjá einnig: Ringulreið rétt áður en Lilja Sif steig á svið Miss Universe – „Svona á ekki að geta gerst“ – DV
Ungfrú Níkaragva, Sheynnis Palacios, var valin Miss Universe 2023. Hún braut blað í sögu keppninnar en hún er fyrsta konan frá Níkaragva til að hreppa titilinn.
Í öðru sæti var Ungfrú Taíland, Anntonia Porsild, og í þriðja sæti var Ungfrú Ástralía, Moraya Wilson.
Palacios var ekki sú eina til að brjóta blað í sögu keppninnar.
Ungfrú Nepal, Jane Dipika Garrett, varð fyrsta konan í „stærri stærð“ (e. plus-size) til að stíga á svið Miss Universe í 72 ára sögu keppninnar. Hún er ötull talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar og andlegrar heilsu.