Arsenal gæti óvænt slegist í kapphlaupið um Ruben Neves, leikmann Al Hilal, í janúar. Spænski miðillinn Sport segir frá þessu.
Portúgalski miðjumaðurinn gekk í raðir sádiarabíska félagsins í sumar frá Wolves en er strax orðaður við brottför.
Hefur Neves aðallega verið orðaður við Newcastle sem vill leysa af Sandro Tonali sem er í banni fyrir brot á veðmálareglum.
Samkvæmt nýjustu fréttum er Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hins vegar afar áhugasamur og hefur hann beðið félgið að fá Neves.
Arteta vill bæta við sig miðjumanni. Thomas Partey hefur verið meiddur og er talið að hann gæti þá farið frá félaginu í janúar.