fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Áratugaeinelti byrjaði fyrsta skóladaginn – „Ég man hvað ég var spennt að eignast nýja vini“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 20:00

Mynd/Instagram @margretgnarr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttakonan og einkaþjálfarinn Margrét Edda Gnarr er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Í þættinum opnar Margrét sig um einelti sem hún varð fyrir í æsku, hvernig það mótaði hana og hvaða áhrif það hafði á sjálfsmynd hennar.

Hún rifjar upp fyrsta skóladaginn sem er henni enn mjög minnisstæður. „Ég var ótrúlega spennt að byrja í skóla, en þekkti engan,“ segir hún. Fjölskyldan var þá nýflutt í Grafarvoginn.

„Ég man ótrúlega vel eftir morgninum áður en ég fór í skólann. Ég man í hvaða fötum ég var, hvernig skólataskan mín var, hvernig hárið mitt var og hvað ég var ótrúlega spennt að eignast nýja vini. Ég var búin að sjá fyrir mér að þetta yrði svo skemmtilegt, en svo var það ekki þannig.“

Margrét Edda Gnarr er gestur vikunnar í Fókus.

Sjá einnig: Man ekki eftir því að hafa tekið í höndina á Arnold Schwarzenegger sökum ástands – „Þá fattaði ég hvað ég var komin vel yfir strikið“

Fyrsti skóladagurinn var upphafið að einelti sem hún þurfti að þola í næstum áratug.

„Mér var mikið strítt fyrir að vera með rautt hár, hvíta húð og freknur,“ segir hún.

Margrét fékk þau skilaboð frá jafnöldrum sínum að það væri eitthvað rangt við hana. Hún fékk að heyra það daglega í mörg ár og byrjaði sjálf að trúa því. Þegar hún komst á kynþroskaaldur þyngdist hún og þá ágerðist eineltið. Það var ekki fyrr en hún uppgötvaði að hún gæti breytt sér til að fá samþykki skólafélaganna. Hún byrjaði að lita á sér hárið, setja á sig brúnkukrem, svelta sig og drekka áfengi til að passa í hópinn. Með árunum þróaði hún með sér grimma átröskun og síðar áfengisvanda sem fylgdi henni út nær allan þrítugsaldurinn.

Fyrir rúmlega fimm árum síðan sneri hún við blaðinu og er í dag heilsuhraust tveggja barna móðir og nýgift ástinni sinni. Hún ræðir nánar um eineltið í spilaranum hér að ofan.

Í þættinum, sem má horfa á hér, segir hún frá átröskuninni, áfengisvandanum og bataferlinu. Þú getur einnig hlustað á Fókus á Spotify.

Fylgstu með Margréti á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Hide picture