fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Vei þér, Weiwei, ef þú spilar ekki með Gyðingum og þeirra vinum

Eyjan
Laugardaginn 18. nóvember 2023 19:00

Ole Anton Bieltvedt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ai Weiwei er 66 ára gamall Kínverji, fæddur 1957, skáld, rithöfundur, myndhöggvari, kvikmyndagerðarmaður, myndlistarmaður, tónlistarmaður – ótrúlega alhliða listamaður –  og, ekki sízt, andófsmaður og aktivisti, baráttumaður fyrir frelsi og betra lífi, mannréttindum og málfrelsi, þeirra, sem sæta undirokun og minnst mega sín.

Faðir hans, Ai Qing, var líka skáld og andófsmaður, og var hann sendur í vinnubúðir á tímum hreinsunar Mao Tse-tung á „hægri öflum í kommúnistaflokknum“, 1958, þegar sonurinn var rétt eins árs.

Drengurinn ólst þar upp við erfið lífsskilyrði, og ekki batnaði það þegar fjölskyldan var send í útlegð á einangrað, fátækt og harðbýlt svæði í norðvestur hluta Kína 1961, en þar var þeim haldið við bág lífskjör og harða lífsbaráttu í 16 ár, eða þar til Mao Tse-tung, sá mikli kúgari og böðull, segi ég, féll frá og Menningarbyltingunni svokölluðu lauk. Var Ai Weiwei þá 19 ára.

Líklegt er, að þetta harða og erfiða líf, þessi undirokun, sem Ai ólst upp við, hafi dýpkað skilning hans á hlut þeirra, sem illa eða verst eru settir, og lagt grunninn að miklum skilningi og samúð hans með þeim.

Ai varð heimsfrægur fyrir ódeiga og hugrakka baráttu sína við spillingu í kommúnistaflokknum og stjórnsýslu í Kína og þá ekki sízt fyrir einarða baráttu hans fyrir mannréttindum og málfrelsi þar.

2011 var hann handtekinn og ásakaður um það, sem kallað var „efnahagslegir glæpir“. Hann sat mánuðum saman í fangelsi, án þess að hann væri ákærður. Þegar hann loks fékk vegabréfið sitt til baka, 2015, fluttist hann til Berlínar, en hann hefur líka komið sér fyrir með heimili í Cambridge á Englandi og í Portúgal.

Ætla má, að Ai Weiwei sé einn helzti baráttumaður fyrir frelsi og mannréttindum, aktivisti gegn kúgun og undirokun, okkar tíma, ásamt því, að hann er talinn einn allra fremsti listamaður, bæði í kvikmyndagerð og annarri skapandi list, auk þess að vera merkilegt ljóðskáld.

2016 fór Ai til Gaza til að kynna sér stöðu palestínskra flóttamanna þar, þeirra sögu og stöðu, en margir höfðu þá verið þar í flóttamannabúðum, nauðugir viljugur, frá 1948, í nær 70 ár. Ætlaði hann að hafa þeirra sögu með í heimildarmynd, sem hann var að gera um flóttamenn í heiminum. Hann tjáði sig með þeim hætti að saga Palestínumanna og Gaza yrði að teljast „lengsta sagan um nauðungarflutninga“, „the longest history of displacement“, sem fyrir lægi.

Í heildina væri fjöldi þeirra Palestínumanna, sem flúðu eða voru fluttir nauðungarflutningum frá 1948, með afkomendum, um 5 milljónir manna. „Staðan hér er með ólíkindum“ sagði Ai, þegar myndatökuteymi hans var að mynda Palestínumenn, sem voru að reyna að flýja frá Gaza, í gegnum Egyptaland. „Gaza líður í reynd vegna einangrunar og innilokunar, afkróunar, á alla vegu,“ bætti hann við.

Eftir þess lífsreynslu hefur Ai talað máli Palestínumanna, þegar það hefur borið á góma, en mjög málefnalega, yfirvegað og hóflega, eins og honum er lagið.

Í sambandi við djöfulganginn (orðalag mitt) fyrir botni Miðjarðarhafs tjáði Ai Weiwei sig með þessum hætti á samfélagsmiðlum nýlega (í lauslegri þýðingu):

       „Sektarkenndinni vegna ofsóknanna á hendur Gyðingum, og ábyrgðinni á henni, hefur stundum verið velt yfir á Araba.“

       „Fjárhagslega, menningarlega og með tilliti til fjölmiðlaáhrifa hefur gyðingasamfélagið í Bandaríkjunum firna sterka stöðu. Árleg fjárhagsaðstoð við Ísrael upp á 3 milljarða dala, áratugum saman,  hefur verið talin ein mikilvægasta fjárfestingin, sem Bandaríkin hafa nokkurn tíma sett fjármuni í. Þessu samstarfi er oft lýst sem staðfestingu á sameiginlegri auðnu eða örlögum.“

Ekki voru þessi orð hörð, gagnrýni beitt eða áburður mikill. Í raun tekið á málefninu með hlutlægni og hófsemd. En Gyðingasamfélagið er viðkvæmt og fljótt að bregðast við. Í vikunni, sem leið, átti Ai að halda listsýningu í Lisson Gallery í London. Í framhaldinu ætluðu gallerí í New York, Berlín og París að sýna verk Ai Weiwei.

Þessum sýningum hefur nú öllum verið aflýst. Skýring forsvarsmanna galleríanna var, að þau væru ekki vettvangur ummæla, sem teljast mættu rasísk. Fjandsamleg Gyðingum. Hugtökin skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi standa greinilega ekki ofarlega á blaði hjá þessum listasöfnum eða listaverkasölum.

Vei þeim, sem hegða ekki orðum sínum og æði gyðingasamfélaginu á þóknanlegan hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“