fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Grindvíkingar hyggjast fjölmenna á körfuboltaleiki –  Boðið upp á fisk og franskar að hætti Issa

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. nóvember 2023 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fara fram tveir leikir í Subwaydeild karla og kvenna í körfubolta í Smáranum í Kópavogi. Klukkan 14.00 leikur Grindavík á móti Þór í kvennaboltanum og klukkan 17.00 leikur Grindavík á móti Hamar í karlaboltanum.

Á samfélagsmiðlum má sjá að Grindvíkingar hyggjast fjölmenna í Smárann að styðja sitt fólk og hitta vini og kunningja, en grindvískt samfélag hefur nú verið tvístrað í eina viku. 

Fyrir leik er boðið upp á fisk og franskar að hætti Issa, Jóhanns Hallgrímssonar, sem er Grindvíkingur og fiskurinn er að sjálfsögðu frá Grindavík. Það eru hjálparsamtökin World Central Kitchen sem bjóða Grindvíkingum og gestum leikanna upp á ókeypis fisk og franskar í Smáranum í dag. Matarvagninn ISSI – Fish and Chips verður staðsettur fyrir utan Smárann frá klukkan 13. 

Jóhann Issi Hallgrímsson

„World Central Kitchen höfðu samband við okkur hjá Grindavík og vildu hjálpa okkur Grindvíkingum. Samtökin vinna á alþjóðavísu og veita mataraðstoð þar sem náttúruhamfarir eiga sér stað,“ segir í færslu Jóns Júlíusar Karlssonar, framkvæmdastjóra Ungmennafélags Grindavíkur, í Facebookhópnum Aðstoð við Grindvíkinga. „Við hvetjum því alla Grindvíkinga til að fjölmenna og fá endurgjaldslaust að þiggja Fish & Chips. Fiskurinn er af sjálfsögðu frá Grindavík!.“

Jón þakkar World Central Kitchen og Blikum fyrir gestrisni sína og væntumþykju. „Áfram Grindavík!“

Viðburður á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“