fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Segir kvikuna sennilega ekki nægilega mikla til að valda eldgosi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. nóvember 2023 12:30

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur/Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur fjallar um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga á bloggsíðu sinni og í samtali við Vísi. Haraldur er einn virtasti og þekktasti íslenski jarðvísindamaðurinn á alþjóðavettvangi.

Hann segir meðal annars að hann telji flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur segir kviku, sem kunni að vera að á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi.

Í bloggfærslu sinni segir hann að Ísland sé staðsett á miðjum Norður Atlantshafshryggnum og auk þess sé heitur reitur í möttlinum undir miðju landinu. Þetta sé nokkuð gott svo langt sem það nái, en hin raunverulega skýring sé miklu flóknara mál, sem sé þó á allra færi að skilja. 

Haraldur segir að oft virðist sem að flekahreyfingar, jarðskjálftar og eldgos blandist saman. Þessir þættir geti verið samtíma, en það sé nauðsynlegt að fjalla um hraunkvikumyndun og eldgos sér, og fjalla síðan um jarðskjálfta og sprungumyndun og hreyfingu jarðskorpunnar í öðru lagi. 

Haraldur segir oft talað um eldgos, jarðskjálfta og flekahreyfingar í sömu andránni, en það sé villandi og ekki rétt. Þetta séu oft vel aðskilin fyrirbæri og best sé að fjalla um þau sér í lagi. Að hans áliti séu það flekahreyfingar sem ráði ferðinni og skipti mestu máli, en eldgos sé oft „passíf“ afleiðing slíkra hreyfinga jarðskorpunnar.  Á Íslandi sé fjöldi dæma um mikil umbrot í jarðskorpunni, flekahreyfingar og jarðskjálfta, án þess að nokkuð gjósi á yfirborði. 

Haraldur segir í lok bloggfærslu sinnar að þá sé svokallaður hryggjarþrýstingur (e. ridge push) sem sé krafturinn sem eigi sökina á öllum hamförum á Reykjanesi í dag. Sá kraftur fari af stað vegna þess að heitari og léttari möttull rísi upp milli Ameríkuflekans og Evrasíu flekans (sem mætast undir Reykjanesskaga), sem ýtist í sundur.  Haraldur segir að það sé þyngdarlögmálið sem stýri þeim krafti.

Gæti storknað

Í samtalinu við Vísi segir Haraldur að efst í möttlinum undir Reykjanesi sé alltaf einhver kvika fyrir hendi, en magnið af basalt kviku efst í möttlinum virðist sennilega ekki vera nægjanlegt til að fylla kvikuganginn við Grindavík og rísa alla leið upp á yfirborð, heldur gutli það á um eins kílómetra dýpi.

Haraldur áréttar við Vísi að jarðskorpuhreyfingar endi ekki endilega með eldgosi. Kvikugangurinn sem liggi undir Grindavíkursvæðinu virðist nú staðnaður. Ef hann rísi ekki fljótlega séu miklar líkur á því að hann kólni og byrji að storkna. Ef svo fari muni hann ekki ná yfirborði í þetta sinn.

Haraldur segir við Vísi að líta verði á atburði undanfarinna daga sem byrjunina á endurvakningu jarðskorpuhreyfinga á Reykjanesi og því sé framundan erfið sambúð manna og þessara krafta náttúrunnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar