fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Píratar vinna að því að framfylgja vilja Péturs Blöndal

Eyjan
Föstudaginn 17. nóvember 2023 13:30

Pétur Blöndal/Skjáskot-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Auðar Svansson varaþingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarps til breytinga á lögum um tóbaksvarnir sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Meðflutningsmenn eru þingkonur Pírata Halldóra Mogensen og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Gengur frumvarpið út á að breyta ákvæðum lagana um umfjöllun um tóbaksvörur í fjölmiðlum. Frumvarpið er samhljóða breytingartillögu við frumvarp um tóbaksvarnir sem Pétur Blöndal, sem var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 1995 þar til hann lést árið 2015, hafði áður lagt fram en ekki náð fram að ganga.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að það snúist um fella þriðja tölulið þriðju málsgreinar sjöundu greinar tóbaksvarnarlaga niður. Samkvæmt þriðja tölulið teljist hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um einstakar vörutegundir til annars en að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra til auglýsinga á tóbaki sem séu bannaðar.

Í greinargerðinni segir að töluliðurinn eigi uppruna sinn í frumvarpi sem heilbrigðisráðherra lagði fram á þingi veturinn 1995-96. Í upphaflegu frumvarpi ráðherra hafi töluliðurinn vísað til söluhvetjandi umfjöllunar í fjölmiðlum um einstakar vörutegundir en í breytingartillögu heilbrigðis- og trygginganefndar hafi verið lagt til að töluliðurinn yrði orðaður á þann hátt að auglýsingabannið næði til hvers konar umfjöllunar í fjölmiðlum um einstakar vörutegundir nema ljóst væri að hún miðaði beinlínis að því að koma á framfæri upplýsingum sem draga úr skaðsemi tóbaksneyslu. Alþingi hafi samþykkt frumvarpið með þessum breytingum nefndarinnar og hafi frumvarpið orðið að lögum í júní 1996.

Í greinargerðinni segir ennfremur að á þingi veturinn 2000-2001 hafi heilbrigðisráðherra lagt fram frumvarp þar sem sú breyting á töluliðnum sem enn er í gildi var lögð til. Vitnað er til umsagnar um frumvarpið sem Blaðamannafélag Íslands lagði fram á þessum tíma. Í umsögninni hafi komið fram að ákvæðið stríddi gegn prent- og ritfrelsi í landinu. Blaðamannafélagið hafi einnig sagt að ekki yrði séð af greinargerð með frumvarpinu að tillit hafi verið tekið til tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Í greinargerðinni segir hins vegar að umsögnin hafi ekki haft nein áhrif og að töluliðurinn hafi ekki tekið neinum breytingum og varð frumvarpið að lögum í maí 2001.

„Ég ætla nefnilega að segja að ég hafi aldrei reykt Camel. Þetta er lögbrot“

Í greinargerðinni er því næst vísað til frumvarps um breytinga á lögum um tóbaksvarnir sem heilbrigðisráðherra lagði fram á þingi veturinn 2005-2006. Það hafi ekki miðað að breytingum á ákvæðunum um bann við auglýsingum. Pétur Blöndal hafi hins vegar lagt fram breytingartillögu við það frumvarp sem sé samhljóða því frumvarpi sem Píratar leggi nú fram. Pétur hafi fært þessi rök fyrir því að fella töluliðinn sem fjallar um fjölmiðlaumfjöllun um tóbak úr lögunum:

„Ef einhver fjölmiðlamaður skyldi nú senda út það sem ég segi hér á eftir þá ætla ég að vara hann við að ég er að fara að brjóta lög. Ég ætla nefnilega að segja að ég hafi aldrei reykt Camel. Þetta er lögbrot. Ég ætla að segja að það sé langt síðan ég hafi keypt Chesterfield. Annað lögbrot. Ég ætla að segja að nú er hann Jón gamli dáinn, ég segi það af því að ég er að skrifa minningargrein um hann, en eldri bróðir hans Gunnar sem reykti alltaf Raleigh, lifir góðu lífi. Eða systir hans sem reykti lifir enn, háöldruð. Þetta má ég ekki segja heldur.“

„Þetta er náttúrlega alveg með ólíkindum frú forseti, svona umræða. Svona lagatúlkun. Þetta minnir á trúboð. Þetta minnir á trúboð bókstafstrúarmanna. Þetta eru einstrengingslegar skoðanir. Þetta er forsjárhyggja og þetta er skoðanakúgun. Þetta er rétttrúnaður. Ekkert annað. Heilbrigð umræða og skynsemi er látin veg allrar veraldar.“

Þessi breytingartillaga Péturs var á endanum. Þingmenn Pírata færa meðal annars þau rök fyrir því að hún ætti nú að verða að veruleika að bann við fjölmiðlaumfjöllun um einstakar vörutegundir tóbaks og reykfæra sé óhóflegt tæki til að ná fram markmiðum tóbaksvarnalaga, þar sem það samræmist illa tjáningarfrelsissjónarmiðum. Þótt engum hafi verið refsað vegna þess hafi því samt verið beitt til að láta fjarlægja ákveðna umfjöllun fjölmiðla sem treysti sér ekki til að láta reyna á mörk ákvæðisins sökum kostnaðar.

Einnig er vísað til þess að sambærilegt bann við fjölmiðlaumfjöllun sé ekki að finna í áfengislögum og aðeins hafi borist þrjár kvartanir á síðustu tæpu 10 árum, vegna umfjöllunar fjölmiðla um tóbaksvörur, til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en engar til systurstofnana þess annars staðar á landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á