fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Lestur bóka dregst saman meðal Íslendinga en notkun hljóðbóka hefur stóraukist

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 12:07

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttatilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta kemur fram að á undanförnum sex árum hafi notkun hljóðbóka aukist um 145 prósent og lestur bóka dregist saman um 17 prósent.

Ný lestrarkönnun miðstöðvarinnar leiði í ljós að íslenska þjóðin lesi eða hlusti að meðaltali á 2,4 bækur á mánuði og verji til þess 30 til 60 mínútum á dag. Helsta breyting á lestrarvenjum sé verulega aukin notkun hljóðbóka.

Einnig veki athygli að sá hópur sem hefur lesið lítið sem ekkert fari stækkandi.

Nýlega hafi Miðstöð íslenskra bókmennta, í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkur, Félag íslenskra bókaútgefenda, Hagþenki, Landsbókasafn – Háskólabókasafn, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundasamband Íslands látið gera könnun á bóklestri Íslendinga. Þetta sé sjöunda árið sem sambærileg könnun sé lögð fyrir þjóðina þar sem lestrarhegðun og viðhorf til lestrar og bókmenningar sé kannað.

Mikil aukning á notkun hljóðbóka

Í tilkynningunni segir að gífurleg aukning hafi orðið á notkun hljóðbóka frá árinu 2018, en þá hafi 11 prósent þjóðarinnar hlustað á hljóðbók vikulega eða oftar, en nú sé það hlutfall komið í 27 prósent sem teljist vera 145 prósent aukning. Á sama tímabili hafi vikulegur lestur hefðbundinna bóka minnkað um 17 prósent, eða úr 36 prósent árið 2018 niður í 3o prósent árið 2023.

Notkun hljóðbóka er algengust hjá aldurshópnum 35-54 ára.

Meðalfjöldi lesinna bóka sé 2,4 bækur á mánuði sem sé svipað og á síðustu árum.

Ekki sé marktækur munur á yngsta hópnum og þeim elsta en báðir hópar lesi eða hlusti á 2,2 bækur á mánuði. Yngsti hópurinn (18-24 ára) lesi meira nú en í fyrra, en sá elsti (65 ára og eldri) minna.

Þriðjungur þjóðarinnar verji 30 til 60 mínútum á dag í lestur eða hlustun og 24 prósent verji tveimur klukkustundum eða meira á dag. Konur verji að jafnaði meiri tíma í að lesa eða hlusta á bækur en karlar. Um 14 prósent þjóðarinnar verji engum tíma í lestur eða hlustun.

Meirihluti þjóðarinnar les eingöngu á íslensku

Í tilkynningunni segir einnig 60% þjóðarinnar lesi einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli, 18 prósent lesi jafnoft á íslensku og öðru tungumáli og 22 prósent lesi einungis eða oftar á öðru tungumáli.

Í aldurshópnum 18 til 24 ára lesi 46 prósent einungis eða oftar á öðru tungumáli en íslensku sem sé aukning úr 31 prósent á síðasta ári.

Skáldsögur séu algengasta lesefnið í öllum aldurshópum. Yngra fólk lesi ekki glæpasögur í sama mæli og þau sem eldri eru. Rúm 30 prósent í aldurshópnum, 18-34 ára geri það en rúm 60 prósent í aldurshópnum 45-64 ára.

Yngra fólk lesi frekar ástarsögur en eldra fólk og 65 ára og eldri lesi ævisögur í meira mæli en aðrir aldurshópar.

Næstum helmingur Íslendinga, eða 47 prósent, hafi nýtt sér þjónustu bókasafna undanfarna 12 mánuði, með heimsóknum á bókasöfnin eða gegnum rafræna þjónustu þeirra. Þá sé lítill hluti þjóðarinnar, eða rúm 3 prósent sem nýti sér þjónustu bókasafna vikulega eða oftar. Konur nýti sér þjónustu bókasafna oftar en karlar.

Mikill meirihluti þjóðarinnar eða 77 prósent svarenda telji mikilvægt að íslenskar bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi, sem sé hækkun frá fyrra ári, þegar hlutfallið var 74 prósent.

Í tilkynningunni segir enn fremur að tæplega sextíu prósent svarenda fái hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum og um fjörutíu prósent úr umfjöllun í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.

Einnig segir að 61 prósent landsmanna hafi gefið einhverjum bók eða bækur á síðastliðnum 12 mánuðum, sem sé tveggja prósenta aukning frá árinu 2022, en umtalsvert lægra hlutfall en árið 2021 þegar um 68 prósent hafi sagst hafa gefið bók eða bækur.

Um framkvæmd könnunarinnar segir eftirfarandi í tilkynningunni:

„Prósent Rannsóknarfyrirtæki Prósent sá um framkvæmd könnunar og fór hún fram dagana 10. til 27. október 2023. Send var könnun á könnunarhóp Prósents, 18 ára og eldri á Íslandi. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Úrtak: 2.500 (einstaklingar 18 ára og eldri). Svarendur: 1281. Svarhlutfall: 51,2%.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði