fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Ása brosti til eiginmannsins í dómsal – „Hann er þakklátur fyrir að hafa hana hér“

Pressan
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 11:32

Rex og Ása.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meinti raðmorðinginn Rex Heuermann mætti fyrir dóm í gær í undirbúningsþinghaldi fyrir væntanlega aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum. Rex er sakaður um að bera ábyrgð á andláti þriggja kvenna sem fundust látnar við Gilgo-störndina í Long Island, New York, fyrir rúmum áratug síðan. Eins eru líkur á að hann verði sömuleiðis ákærður fyrir andlát fjórðu konunnar sem fannst á sömu slóðum.

Rex er skilinn að borði og sæng frá íslenskri eiginkonu sinni, Ásu Guðbjörgu Ellerup.Skilnaðurinn mun fyrst og fremst vera að praktískum ástæðum til að tryggja hagsmuni Ásu gegn mögulegum kröfum frá aðstandendum hinna látnu. Sjálf ætlar Ása að fylgjast með aðalmeðferðinni í málinu og leggja sjálf mat á sannanir ákæruvaldsins, frekar en að trúa því í blindni að maður hennar sé sekur.

Hún mætti í dómsal í gær þar sem hún sást brosa stuttlega til eiginmanns síns til 25 ára.

„Ég veit ekki hvort hann sá það, en hann er þakklátur fyrir að hafa hana hér. Þau voru gift í svo mörg ár, og hafa alið upp fjölskyldu saman. Minn skilningur er sá að hún í raun trúi því ekki að hann sé fær um að fremja svona glæpi, og Rex kann svo sannarlega að meta þá afstöðu“ sagði verjandi Rex, Michael Brown, í samtali við fjölmiðla í kjölfar þinghalds.

Michael tók sömuleiðis fram að Rex væri búinn að ná sér eftir áfallið sem fylgdi því að vera handtekinn. Nú hlakkar hann til að fá að verja sig fyrir þessum tilhæfulausu ásökunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Í gær

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol