„King Þorvaldur Þórðar að taka Skype viðtal í bílnum við CNN um möguleikann á því að flugsamgöngur leggist af á meðan helvítis gemsinn fer að hringja og það gengur ekkert að setja á silent er fallega og strangheiðarlega contentið sem við þurfum í dag,“
segir Árni Helgason lögmaður og hlaðvarpsstjórnandi á X, þar sem hann deilir myndbandi af Þorvaldi Þórðarsyni, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.
King Þorvaldur Þórðar að taka Skype viðtal í bílnum við CNN um möguleikann á því að flugsamgöngur leggist af á meðan helvítis gemsinn fer að hringja og það gengur ekkert að setja á silent er fallega og strangheiðarlega contentið sem við þurfum í dag pic.twitter.com/2iWeY2yGnZ
— Árni Helgason (@arnih) November 15, 2023
Í mörg horn er að líta hjá Þorvaldi þessa dagana þegar kemur að jarðhræringum á Reykjanesi. CNN tók viðtalið við Þorvald á mánudag.