fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Segir skipulagi verðmætabjörgunar ábótavant  – „Krefst ég þess að hætt verði að leika sér að tilfinningum Grindvíkinga“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skipulag Almannavarna og lögregluembættisins vegna jarðhræringa og yfirvofandi goss í Grindavík vekur hjá mér mikla undrun og reiði,“ segir Guðbjörg Rós Guðnadóttir, íbúi í Grindavík í pistli sem hún skrifaði á Facebook og bað DV góðfúslegt leyfi til að birta. Millifyrirsagnir eru blaðamanns.

Guðbjörg Rós segir að henni þyki mikið ábótavant hvernig Almannavarnir og Lögreglan skipuleggja hvernig bæjarbúar geta sótt dýrmætar eigur sínar. Pistilinn skrifaði hún kl. 12 í dag og sendi á Grindavíkurbæ, Almannavarnir, Rúv og Vísir, hefur hún ekki fengið nein svör ennþá.

Guðbjörg Rós rekur eins og komið hefur fram í tilkynningum Almannavarna og fjölmiðlum að síðastliðna daga frá því Grindavík var rýmd föstudaginn 10. nóvember vegna yfirvofandi eldgoss hefur íbúum verið hleypt inn í bæinn skv “skipulagi” almannavarna til að bjarga veraldlega og tilfinningalega verðmætum eigum fólks.

„Fyrst fékk fólk austast í bænum, á minnsta hættusvæði, að fara með björgunarsveitarbíl inn í bæinn og hlaupa inn í húsin sín að sækja örfáar flíkur og mestu nauðsynjar á meðan björgunarsveitarfólk stóð vörð með skeiðklukku í gangi við húsdyrnar og hló að því við fréttamenn að þau gætu kannski gefið sex mínútur í staðinn fyrir fimm mínútur.

Ef einhverstaðar á að byrja að hleypa íbúum að sækja persónulegar eigur sínar, hvers vegna er ekki byrjað á því fólki sem býr á skilgreindu hættusvæði??! Stór hluti þeirra íbúa hefur ekki enn fengið að fara heim.

Síðar þennan sama dag fékk fólk að vera örlitið lengur og svo enn síðar var fólk farið að aka inn í heilmörg hverfi á sínum eigin bílum og náði að sækja heilmargt, en þó ekki nóg,“ segir Guðbjörg Rós. 

Svakalegt skipulag átti að taka við

Guðbjörg Rós segir að næst átti að vera svakalegt skipulag. „Aftur var byrjað á þeim hluta bæjarins sem byrjað var á áður (austast) og fólk sem býr vestar í bænum og hafði ekki enn komist heim til sín þurfti að bíta í það súra epli að hanga í bílaröð á Krýsuvíkurvegi í von um að komast þá en nei, nýbúið að henda upp gasmælum og bærinn rýmdur vegna gasmælinga. Gott og vel, öryggið í fyrirrúmi.

Nú í dag átti að hringja í alla íbúa sem ekki hafa komist heim til sín og hleypa fólki í örskamma stund á björgunarsveitarbíl inn í bæinn til að sækja allra brýnustu nauðsynjar. Ekki hefur enn verið hringt í alla þá sem hafa ekki komist heim, hinsvegar er hringt í fólk sem hefur ekki verið búsett í tilsettum götum í hátt í níu ár!! Eftir hvaða íbúalistum vinna Almannavarnir?,“ spyr Guðbjörg Rós.

Í samtali við blaðamann DV segir hún að fjölskyldan hafi flutt í Staðarhraun í Grindavík núna í júní. Þau hafi hvorki fengið sms eða símtal frá Almannavörnum um hvenær þau geti komið og nálgast eigur sínar. Blaðamaður DV sem flutti frá Grindavík í september 2014 fékk hins vegar sms á mánudag um að hann gæti komið þann dag að taka eigur sínar á fyrra heimili sitt í Grindavík, en nú býr nú á sínu fjórða skráða lögheimili síðan.

Viðbragðsaðilar og fjölmiðlar allan daginn í bænum, íbúar fá fimm mínútur

Guðbjörg Rós segir að fjölmörg flutningafyrirtæki, vinir og ættingjar hafi boðið fram aðstoð sína við að flytja búslóðir Grindvíkinga út úr húsum þeirra á miklum hraða til að fólk standi ekki án eigna sinna eftir þessa atburði.

„Svæðið er ekki óöruggara en svo að almannavörnum og lögregluembættinu þykir hið eðlilegasta mál að lögregla, björgunarsveitarmenn og fréttamenn séu í bænum allann liðlangan daginn.

En Grindvíkingar mega ekki fara inn í bæinn með skipulögðum hætti til að bjarga eigum sínum!

Leyfum frekar fréttamönnum að tefja fólk, sem einungis hefur 5 mínútur, með því að spyrja sömu spurninga í hvívetna,“ segir Guðbjörg Rós.

„Sjálf hef ég verið starfandi í björgunarsveit og veit vel að það má á auðveldan máta framkvæma þessar aðgerðir margfalt betur.

Hvers vegna hafa flutningafyrirtæki ekki verið fengin til að koma fyrir gámum sem fólk má bera eignir sínar í. Einn 40 feta gámur á hverjar 2-3 fjölskyldur gæti dugað. Sumir eiga sjálfir kerrur og stóra bíla sem gætu dugað.

Sem íbúi Grindavíkur krefst ég þess af hálfu Grindavíkurbæjar og Almannavarna að hætt verði að leika sér að tilfinningum Grindvíkinga á þennan hátt!

Fáið uppfærða íbúalista í ykkar hendur og skipuleggið þessa framkvæmd með hag Grindvíkinga fyrir brjósti, ekki með hag fréttamanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu