Jóhannes Felixson, best þekktur sem Jói Fel, hefur undanfarið málað málverk með fingrunum og haldið námskeið, þar sem sýnikennsla fer fram á þeirri málningaraðferð. Jói hefur málað af kappi síðustu ár og hafa myndir hans vakið athygli.
Jói býður nú málverk af Grindavíkurbæ til sölu og rennur helmingur andvirðisins að hans sögn til Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.
„Málaði þessa eingöngu með fingrunum. Olíu pastel litir. Myndin er til sölu fyrir allavega 100 þúsund og mun helmingur fara til björgunarsveitar Grindavíkur,“ segir Jói í færslu á Facebook. Myndin er 30×42 sm og svo stærri rammi.
Jói þekkir ágætlega til í bænum og á tengdafjölskyldu í Grindavík, en komin er í bráðabirgðahúsnæði í sumarbústað.