fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

„Hvernig sem allt fer í Grindavík mun enginn liggja óbættur hjá garði svo lengi sem hann er tryggður“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvernig sem allt fer í Grindavík mun enginn liggja óbættur hjá garði svo lengi sem hann er tryggður,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, formaður stjórnar Náttúruhamfaratrygginga Íslands (NTÍ), í samtali við Morgunblaðið í dag.

Búið er að leggja mat á verðmæti vátryggðra eigna í Grindavík og samkvæmt því nemur verðmætið 150 milljörðum króna. Er hér fyrst og fremst átt við húseignir í Grindavíkurbæ en ekki orkuverið í Svartsengi eða Bláa lónið sem dæmi.

Í umfjöllun Morgunblaðsins er bent á að hægt sé að tryggja innbú og lausafé gegn náttúruhamförum með brunatryggingum hjá almennum tryggingafélögum.

Sigurður Kári segir að verði altjón myndu þessir 150 milljarðar falla á NTÍ. Eins og staðan er núna getur sjóðurinn staðið undir bótagreiðslum sem nema um 100 milljörðum króna og ef á þarf að halda getur stjórn NTÍ nýtt heimild til lántöku með sjálfskuldarábyrgð ríkissjóðs.

„Til hennar þarf samþykki fjármálaráðherra. Ég hef fengið fullvissu fyrir því frá ráðherra að það samþykki verði veitt ef á þarf að halda. Fari allt á versta veg og eigið fé NTÍ og þeir fjármunir sem fást úr endurtryggingum dugi ekki til greiðslu bóta verður okkur heimilt að fjármagna mismuninn með lántöku,“ segir Sigurður Kári við Morgunblaðið í dag þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forviða ferðamaður þegar vél EasyJet flaug yfir eldgosið – „Lífið mitt hefur náð hámarki“

Forviða ferðamaður þegar vél EasyJet flaug yfir eldgosið – „Lífið mitt hefur náð hámarki“
Fréttir
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald