fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Ása Guðbjörg heimsótti eiginmanninn í fangelsið og vill sjá sönnunargögnin – „Hún vill fá að heyra og sjá þetta sjálf“

Pressan
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Guðbjörg Ellerup ætlar að vera viðstödd réttarhöld yfir eiginmanni sínum, Rex Heuermann, sem er grunaður raðmorðingi í New York, Bandaríkjunum. Ása og Rex eru skilin að borði og sæng en Ása hafði ekki lagt leið sína í fangelsið til að hitta Rex, fyrr en nú.

Ása Guðbjörg Ellerup ætlar að vera viðstödd réttarhöld yfir eiginmanni sínum, Rex Heuermann, sem er grunaður raðmorðingi í New York, Bandaríkjunum. Ása og Rex eru skilin að borði og sæng en Ása hafði ekki lagt leið sína í fangelsið til að hitta Rex, fyrr en nú.

„Hún vill fá að heyra og sjá sjálf hvernig úr þessu spilast fyrir dómi. Ekki bara það sem fjölmiðlar hafa sagt. Ekki bara það sem segir í hlaðvörpunum,“ sagði lögmaður Ásu, Robert Macedonio í samtali við DailyMail á dögunum. „Hún vill fjá að sjá og heyra hvaða sannar þau hafa fyrir því að hann hafi gert þetta“

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa eins greint frá því að fyrr í nóvember hafi Ása farið og heimsótt Rex í fangelsið. Hún hafi dvalið þar í um klukkustund en hefur ekki deilt því með lögmanni sínum hvað henni og manni hennar fór á milli. „Hún hafði ekki séð hann augnlit til augnlit síðan deginum áður en hann var handtekinn. Fyrir utan það þá er hún í góðu lagi.“

Robert tók fram að Ása sé að aðlagast nýju lífi sem stendur og lífið verði ögn betra með hverjum degi. Hún hafi þurft að horfast í augu við að lífið yrði aldrei venjulegt aftur, og eins að hjónabandi hennar til um 25 ára sé lokið.

„Þetta er eins og í kjölfar andláts, svona í fyrstu. Hún og börnin eru núna í lagi,“ sagði lögmaðurinn. Aðspurður hvort Ása ætli að standa með manni sínum í gegnum dómsmálið sagði Robert að hún ætlaði sér að vera viðstödd, bíða og sjá. „Fjölmiðlar og allir aðrir hafa þegar sakfellt hann. Í svona aðstæðum eru menn sekir þar til sakleysi er sannað.“

Sem stendur sé líf Ásu í lausu lofti. Hún einbeiti sér bara að því að komast frá einum degi yfir á þann næsta. Hún sé ekki að áforma aðra heimsókn í fangelsið, heldur sé dómsmálið næsta skref, sem og að halda uppi heimili og huga að börnunum. Hún þurfi að byggja líf sitt aftur upp frá grunni.

Rex var handtekinn í júlí og ákærður fyrir að bera ábyrgð á andláti þriggja kvenna, en hann er eins undir grun um að bera minnst ábyrgð á fjórða andlátinu. Á árunum 2010 og 2011 fundust líkamsleifar 10 einstaklinga við Gilgo-ströndina á Long Island. Af þeim voru fjórar konur sem allar höfðu verið myrtar með áþekkum hætti, þær voru á svipuðum aldri og höfðu allar starfað við vændi. Á sumu þeirra fundust hár sem rannsóknir hafa leitt í ljós að tilheyri Ásu. Vitni að hvarfi einnar konunnar lýsti karlmanni sem væri tröllvaxinn og hefði ekið bifreið af tiltekinni gerð. Síðar kom í ljós að Rex átti sambærilegan bíl, en hann er stór og mikill að vexti. Lögreglan vakti Rex mánuðum saman áður en látið var til skara skríða.

Ása hefur lýst því að hafa komið algjörlega af fjöllum, en hún mun hafa verið fjarverandi þegar morðin áttu sér stað. Þegar ein konan beið bana var Ása til dæmis stödd á Íslandi. Sex dögum eftir að Rex var handtekinn sótti hún um skilnað. Það mun hún að hluta hafa gert til að tryggja að fjölskyldur hinna látni geti ekki dregið hana sjálfa fyrir dóm til að krefjast skaðabóta.

Ása og Rex eiga saman uppkomna dóttur og eins á Ása son úr fyrra sambandi. Hún og börnin hafa öll verið tekjulaus síðan Rex var handtekinn og átt um sárt að binda. Ágangur fjölmiðla hefur verið gífurlegur, húsleit skildi heimili þeirra eftir í rjúkandi rúst og til að bæta gráu ofan á svart þá glímir Ása við tvennskonar krabbamein án þess að vera sjúkratryggð.

Rex heldur fram sakleysi sínu í málinu, en næsta þinghald fer fram á morgun.

DailyMail telur líklegt að Ása muni á næstunni stíga fram í viðtali, en nýlega hafi sést til hennar og barnanna á heimili þeirra ásamt því sem virtist vera töku- og framleiðsluteymi.

sagði lögmaður Ásu, Robert Macedonio í samtali við DailyMail á dögunum. „Hún vill fjá að sjá og heyra hvaða sannar þau hafa fyrir því að hann hafi gert þetta“

Fjölmiðlar þegar sakfellt hann

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa eins greint frá því að fyrr í nóvember hafi Ása farið og heimsótt Rex í fangelsið. Hún hafi dvalið þar í um klukkustund en hefur ekki deilt því með lögmanni sínum hvað henni og manni hennar fór á milli. „Hún hafði ekki séð hann augnlit til augnlit síðan deginum áður en hann var handtekinn. Fyrir utan það þá er hún í góðu lagi.“

Robert tók fram að Ása sé að aðlagast nýju lífi sem stendur og lífið verði ögn betra með hverjum degi. Hún hafi þurft að horfast í augu við að lífið yrði aldrei venjulegt aftur, og eins að hjónabandi hennar til um 25 ára sé lokið.

„Þetta er eins og í kjölfar andláts, svona í fyrstu. Hún og börnin eru núna í lagi,“ sagði lögmaðurinn. Aðspurður hvort Ása ætli að standa með manni sínum í gegnum dómsmálið sagði Robert að hún ætlaði sér að vera viðstödd, bíða og sjá. „Fjölmiðlar og allir aðrir hafa þegar sakfellt hann. Í svona aðstæðum eru menn sekir þar til sakleysi er sannað.“

Sem stendur sé líf Ásu í lausu lofti. Hún einbeiti sér bara að því að komast frá einum degi yfir á þann næsta. Hún sé ekki að áforma aðra heimsókn í fangelsið, heldur sé dómsmálið næsta skref, sem og að halda uppi heimili og huga að börnunum. Hún þurfi að byggja líf sitt aftur upp frá grunni.

Grunaður um að hafa banað fjórum af tíu

Rex var handtekinn í júlí og ákærður fyrir að bera ábyrgð á andláti þriggja kvenna, en hann er eins undir grun um að bera minnst ábyrgð á fjórða andlátinu. Á árunum 2010 og 2011 fundust líkamsleifar 10 einstaklinga við Gilgo-ströndina á Long Island. Af þeim voru fjórar konur sem allar höfðu verið myrtar með áþekkum hætti, þær voru á svipuðum aldri og höfðu allar starfað við vændi. Á sumu þeirra fundust hár sem rannsóknir hafa leitt í ljós að tilheyri Ásu. Vitni að hvarfi einnar konunnar lýsti karlmanni sem væri tröllvaxinn og hefði ekið bifreið af tiltekinni gerð. Síðar kom í ljós að Rex átti sambærilegan bíl, en hann er stór og mikill að vexti. Lögreglan vakti Rex mánuðum saman áður en látið var til skara skríða.

Ása hefur lýst því að hafa komið algjörlega af fjöllum, en hún mun hafa verið fjarverandi þegar morðin áttu sér stað. Þegar ein konan beið bana var Ása til dæmis stödd á Íslandi. Sex dögum eftir að Rex var handtekinn sótti hún um skilnað. Það mun hún að hluta hafa gert til að tryggja að fjölskyldur hinna látni geti ekki dregið hana sjálfa fyrir dóm til að krefjast skaðabóta.

Ása og Rex eiga saman uppkomna dóttur og eins á Ása son úr fyrra sambandi. Hún og börnin hafa öll verið tekjulaus síðan Rex var handtekinn og átt um sárt að binda. Ágangur fjölmiðla hefur verið gífurlegur, húsleit skildi heimili þeirra eftir í rjúkandi rúst og til að bæta gráu ofan á svart þá glímir Ása við tvennskonar krabbamein án þess að vera sjúkratryggð.

Rex heldur fram sakleysi sínu í málinu, en næsta þinghald fer fram á morgun.

DailyMail telur líklegt að Ása muni á næstunni stíga fram í viðtali, en nýlega hafi sést til hennar og barnanna á heimili þeirra ásamt því sem virtist vera töku- og framleiðsluteymi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Í gær

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol