fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Veitingastöðunum Smass og Stél lokað – Keðja á þremur stöðum

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 14:30

Smass gerði út á smassaða hamborgara. Mynd/Tripadvisor

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamborgarakeðjunni Smass og kjúklingastaðnum Stél var lokað fyrir skemmstu. Um fimmtán starfsmenn störfuðu hjá veitingastöðunum sem voru á þremur stöðum undir lokin.

Guðmundur Óskar Pálsson framkvæmdastjóri staðfestir þetta.

Staðirnir voru á Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur og Fitjum í Reykjanesbæ en einnig var Smass í Háholti í Mosfellsbæ. Staðirnir hafa nú verið seldir og veitingastaðirnir lagðir niður. Hamborgarastaðurinn 2Guys mun í staðinn opna á Ægissíðunni og Just Wingin It í Reykjanesbæ.

Eins og nafnið gefur til kynna gerðu Smass út á svokallaða smassborgara, það er hamborgara sem smassaðir eru og flattir út á pönnu til að hámarka brúnun á kjötinu. Stél sérhæfði sig í djúpsteiktum kjúklingi það er svokölluðum „hot chicken“ frá Nasville í Bandaríkjunum. Einnig kjúklingalokum, kjúklingalundum og vængjum.

Fyrsti Smass staðurinn opnaði í Vesturbænum í lok árs 2020. Um tíma var einnig opnaður staður á Hafnarstræti í miðborg Reykjavíkur. Stél opnaði sinn fyrsta stað árið 2021.

Í viðtali við Viðskiptablaðið í lok árs 2021 sögðust forsvarsmenn Smass og Stél vera bjartsýnir á að opna fleiri veitingastaði víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Samlífi staðanna virkaði vel, svo sem með því að samnýta starfsfólk og húsnæði.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti