Richarlison, leikmaður Tottenham, gæti verið á leið til Sádi Arabíu líkt og aðrir leikmenn hafa gert undanfarna mánuði.
Richarlison virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Spurs en hann hefur alls ekki verið heillandi fyrir framan markið.
Á tímabilinu hefur framherjinn aðeins skorað tvö mörk í 11 leikjum í öllum keppnisleikjum.
Leikmaðurinn var ekki valinn í leikmannahóp Brasilíu fyrir komandi verkefni og ku nú vera að horfa til Sádi þar sem peningarnir eru miklir.
Telegraph greinir frá þessu en Richarlison var áður mjög góður með Everton áður en hann færði sig til London.