Íslenska landsliðið í knattspyrnu heimsækir Slóvakíu á fimmtudag í undankeppni Evrópumótsins, vonir Íslands um að fara beint áfram eru veikar en eru til staðar með sigri á fimmtudag.
Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki mætt í landsleikinn vegna meiðsla sem hrjá hann.
Jóhann Berg Guðmundsson snýr aftur í hópinn og verður í byrjunarliðinu að öllu óbreyttu. Aron Einar Gunnarsson hefur ekki spilað undanfarnar vikur með Al-Arabi og er ólíklegur til þess að byrja leikinn.
Elías Rafn Ólafsson fékk tækifærið í markinu í síðasta leik og nýtti það vel en Rúnar Alex Rúnarsson hefur átt stöðuna undanfarið, þá hefur Orri Steinn Óskarsson leikið vel sem fremsti maður liðsins.
Svona er líklegt byrjunarlið Íslands að mati 433.is.
Líklegt byrjunarlið Íslands:
Elías Rafn Ólafsson
Alfons Sampsted
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Kolbeinn Birgir Finnsson
Willum Þór Willumsson
Arnór Ingvi Traustason
Jóhann Berg Guðmundsson
Hákon Arnar Haraldsson
Arnór Sigurðsson
Orri Steinn Óskarsson