DV var í Grindavík í dag þegar íbúar fengu leyfi almannavarna til að bjarga verðmætum, við fengum að fljóta með þegar meðlimir björgunarsveitarinnar Sigurvonar úr Sandgerði aðstoðuðu íbúa og fyrirtækjaeigendur í Grindavík í því verkefni, að bjarga því sem mögulega var hægt að bjarga í skugga yfirvofandi hamfara fyrir bæjarfélagið.
Ástandið í Grindavík – Maður þurfti að brjóta sér leið inn á heimili sitt – Myndband og myndir
Metnaður og óeigingjarnt starf sjálboðaliða allra þeirra björgunarsveita sem þátt tóku í verkefnum dagsins, verður aldrei dregið í efa.
Starfmenn sjávarútvegsfyrirtækja unnu á ljóshraða við að að koma fullunnum sjávarafurðum í bíla.
Á sama tíma unnu björgunarsveitir af fullum krafti við að bjarga þeim fiskveiðibátum sem lágu við bryggju í Grindavík til annarra hafna. Undir verndarvæng Þórs, sem lá í öruggri fjarlægð utan við bæinn.
Reynt var að bjarga þeim bátum sem voru á þurru landi.
Atvinnuhúsnæði, sem ætti að sleppa við hraunflæði miðað við legu húsnæðisins í bænum, hefur samt orðið fyrir miklum skemmdum. Hvort þetta er bara rifið malbik eða alvarlegar skemmdir, verður að koma í ljós, krafturinn var greinilega mikill.
Óþreytandi meðlimir björgunarsveita og lögreglu reyndu að tryggja öryggi vegfarenda þegar ákveðið var að opna bæinn í nokkra klukkutíma fyrir íbúum Grindavíkur.
Að mörgu þurfti að huga, meðal annars því að íbúar keyrðu ekki beint ofan í sprungur sem myndast hafa vítt og breytt um bæinn. Sumar sprungur voru óhugnanlega stórar, aðrar minni. En hvað er undir sprungu, veit enginn fyrr en í lendir.
Hér má sjá fyrri frétt dv.is í dag með myndbandi af afleiðingum umbrotanna:
Innviðir bæjarins eru í besta falli viðráðanlegir, en enginn veit hvað gerist á næstu dögum.
Kannski kemur einhver stærri en við til hjálpar?