fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Grindavík í dag: „Jesús – Hverju á ég að bjarga“ – Verðmætum bjargað í skugga líklegra náttúruhamfara

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 00:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirvari: Ákveðinn fjöldi íbúa mátti vera í hverjum björgunarsveitarbíl. Björgunarsveitir eru að vinna með stóra bíla og á þeim tíma sem ljósmyndari DV var á staðnum var reglan sú að íbúar höfðu 5 mínútur til að ná í helstu eigur. Því reyndi aldrei á það að ljósmyndarar væru fyrir íbúum eða tækju yfir pláss í bílum björgunarsveitanna, sem annars gæti verið notað á betri hátt.

DV var í Grindavík í dag þegar íbúar fengu leyfi almannavarna til að bjarga verðmætum, við fengum að fljóta með þegar meðlimir björgunarsveitarinnar Sigurvonar úr Sandgerði aðstoðuðu íbúa og fyrirtækjaeigendur í Grindavík í því verkefni, að bjarga því sem mögulega var hægt að bjarga  í skugga yfirvofandi hamfara fyrir bæjarfélagið.

Hér er tengilll á fyrri frétt dv í dag:

Ástandið í Grindavík – Maður þurfti að brjóta sér leið inn á heimili sitt – Myndband og myndir

Metnaður og óeigingjarnt starf sjálboðaliða allra þeirra björgunarsveita sem þátt tóku í verkefnum dagsins, verður aldrei dregið í efa.

En hér á eftir fer sjónarhorn ljósmyndarara:

Starfmenn sjávarútvegsfyrirtækja unnu á ljóshraða við að að koma fullunnum sjávarafurðum í bíla.

 

Á sama tíma unnu björgunarsveitir af fullum krafti við að bjarga þeim fiskveiðibátum sem lágu við bryggju í Grindavík til annarra hafna. Undir verndarvæng Þórs, sem lá í öruggri fjarlægð utan við bæinn.

Reynt var að bjarga þeim bátum sem voru á þurru landi.

 

Atvinnuhúsnæði, sem ætti að sleppa við hraunflæði miðað við legu húsnæðisins í bænum, hefur samt orðið fyrir miklum skemmdum. Hvort þetta er bara rifið malbik eða alvarlegar skemmdir, verður að koma í ljós, krafturinn var greinilega mikill.

 

Óþreytandi meðlimir björgunarsveita og lögreglu reyndu að tryggja öryggi vegfarenda þegar ákveðið var að opna bæinn í nokkra klukkutíma fyrir íbúum Grindavíkur.

 

Að mörgu þurfti að huga, meðal annars því að íbúar keyrðu ekki beint ofan í sprungur sem myndast hafa vítt og breytt um bæinn. Sumar sprungur voru  óhugnanlega stórar, aðrar minni. En hvað er undir sprungu, veit enginn fyrr en í lendir.

 

Hér má sjá fyrri frétt dv.is í dag með myndbandi af afleiðingum umbrotanna:

Sjáðu skemmdirnar í Grindavík

 

Innviðir bæjarins eru í besta falli viðráðanlegir, en enginn veit hvað gerist á næstu dögum.

 

Kannski kemur einhver stærri en við til hjálpar?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“