Í stöðuuppfærslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkraínu kemur fram að stór hluti af málaliðunum hafi gengið rússneska ríkinu á hönd og að flest bendi til að rússnesk stjórnvöld hafi meiri stjórn á aðgerðum Wagnerhópsins og fyrrum liðsmanna hans en nokkru sinni áður.
Ráðuneytið segir að Wagnerliðum hafi verið dreift og sendir til margra herdeilda. Í lok október hafi Wagnerhópurinn líklega verið settur undir stjórn rússneska þjóðvarðliðsins og sé aftur farinn að afla nýrra liðsmanna.
Ráðuneytið segir að hluti Wagnerliða hafi gengið til liðs við annað rússneskt málaliðafyrirtæki, Redut.