Sky News segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá sé maður, sem ók rafskútu, grunaður um að hafa kveikt í manninum. Hefur lögreglan birt myndir, úr eftirlitsmyndavélum, af manninum.
Níðingsverkið átti sér stað á tíunda tímanum að kvöldi. Kveikt var í dýnu og sængurfatnaði mannsins og þetta sett logandi ofan á hann.
Hinn grunaði er hvítur á hörund og var í hvítu vesti, hvítri hettupeysu, með svarta vettlinga, í gráum íþróttabuxum, svörtum skóm og með hálskeðjur.