Þegar hann hafði lokið aðgerðinni á fjórum konum og var að svæfa næstu fjórar er hann sagður hafa beðið starfsfólkið um tebolla. En starfsfólkið varð ekki við þessari ósk hans og yfirgaf hann þá skurðstofuna án þess að ljúka þeim aðgerðum sem eftir voru.
Sky News segir að Soumya Sharma, saksóknari, hafi sagt að henni skiljist að læknirinn hafi yfirgefið skurðstofuna vegna þess að hann fékk ekki te. Hún sagðist telja að hann eigi að svara til saka fyrir þetta því hér sé um grafalvarlegt mál að ræða.
Þegar yfirvöldum var tilkynnt um brotthvarf læknisins sendu þau annan lækni til að ljúka þeim fjórum aðgerðum sem eftir voru.
Rannsókn er hafin á málinu.