fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

„Mér er ljúft og skylt að taka við þessum bolta“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 13. nóvember 2023 17:30

Mynd/Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir er starfandi formaður slysavarnafélagsins Landsbjargar og verður það næstu vikurnar.

Borghildur er í björgunarsveitinni Gerpi í Neskaupstað og Ársæli í Reykjavík. Hún hefur setið í stjórn Landsbjargar síðan 2019, þar af sem varaformaður síðustu þrjú ár.

Í tilkynningu frá Landsbjörg er haft eftir Borghildi að henni sé ljúft og skylt að taka við boltanum eftir að fyrrum formaður, Otti Rafn Sigmarsson, ákvað að stíga til hliðar til að einbeita sér að heimabyggð sinni, Grindavík, sem á um sárt að binda.

Sjá einnig: Otti stígur til hliðar sem formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

„Í ljósi aðstæðna síðustu daga er sú ákvörðun Otta Rafns Sigmarssonar að stíga tímabundið til hliðar sem formaður, virðingarverð og skiljanleg enda þarf hann rými til að sinna sinni fjölskyldu og nærumhverfi og óska ég honum alls hins besta í þeim krefjandi verkefnum sem framundan eru.

Mér er ljúft og skylt að taka við þessum bolta, enda margir þræðir hjá félaginu og mikilvægt að halda fókus. Stjórn félagsins er öflug og munum við vinna að þessu verkefni, sem og öðrum, saman sem ein heild líkt og endranær, ásamt einvala liði björgunarsveitarfólks og starfsfólks.

Okkur Íslendingum er ljóst er að framundan eru ærin verkefni í Grindavík, hvað sem framtíðin ber í skauti sér þar og eru félagar okkar tilbúin, nú eins og endranær, að bregðast við ef á þarf að halda. Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar sendir Grindvíkingum okkar bestu kveðjur og hlýjug.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill