Fjölmargir lykilmenn Real Madrid eru að krota undir nýja samninga við félagið en þeir Vinicius Jr. og Rodrygo eru búnir að framlengja.
Fabrizio Romano greinir nú frá því að Eder Militao, Federico Valverde og Eduardo Camavinga séu einnig að skrifa undir nýja samninga.
Real ætlar að gera allt til að halda sínum bestu leikmönnum en Brassarnir þrír eru með kaupákvæði upp á einn milljarð evra í nýja samningnum.
Um er að ræða fimm mikilvæga leikmenn Real en Valverde er elstur af þeim öllum og er aðeins 25 ára gamall.
Vinicius er 23 ára gamall, Rodrygo er 22 ára gamall, Camavina er aðeins tvítugur og Militao er þá einnig 25 ára.
Ljóst er að samningur Militao mun gilda til ársins 2025.