Það hefur komið mörgum á óvart hver vítaskytta Chelsea er á þessu tímabili en það er hinn ungi Cole Palmer.
Palmer er aðeins 21 árs gamall en hann gekk í raðir Chelsea frá Manchester City í sumar og skoraði jöfnunarmark gegn sínum fyrrum félögum í gær af punktinum í 4-4 jafntefli.
Þetta var fjórða vítaspyrnumark Palmer fyrir Chelsea á tímabilinu en hann segist sjálfur lítið vera að æfa vítin og þetta komi að sjálfu sér.
Palmer gat jafnað metin í 4-4 á 95. mínútu í uppbótartíma og var spyrna hans gríðarlega góð og sannfærandi.
,,Ég get ekki sagt að ég sé að æfa þessar vítaspyrnur, ég treysti bara á mín eigin gæði,“ sagði Palmer.
,,Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila gegn City, liði sem ég ber mikla virðingu fyrir. Ég var þarna í um 15 ár.“
,,Það var mjög gaman að hitta gamla vini í viðureigninni.“