Finnur Orri Margeirsson mun spila með FH í Bestu deild karla á næstu leiktíð en hann hefur framlengt samning sinn við félagið.
FH staðfestir þessar fréttir nú í dag en Finnur er 32 ára gamall og hefur leikið með FH undanfarið ár.
Finnur var áður á mála hjá Breiðabliki og KR og reyndi einnig fyrir sér sem atvinnumaður hjá Lilleström.
Finnur reyndist mikilvægur hlekkur í liði FH í sumar og spilaði 26 leiki í efstu deild í sumar.