fbpx
Sunnudagur 20.október 2024
Fókus

Nú steinhættir þú að „snúsa“ á morgnanna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 18:29

Stilltu frekar vekjaraklukkuna þegar þú ætlar á fætur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnst þér gott að „snúsa“ á morgnanna? Láta vekjaraklukkuna hringja á fimm til tíu mínútna fresti þar til þú nennir fram úr? Þá ættir þú að heyra hvað svefnsérfræðingurinn Dr. Erla Björnsdóttir hefur um það að segja hér að neðan.

video
play-sharp-fill

Erla er nýjasti gestur í Fókus, spjallþætti DV í umsjón Guðrúnar Óskar Guðjónsdóttur. Hún er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri Svefns og hefur um árabil sérhæft sig í rannsóknum á svefni og meðferðum gegn svefnleysi.

Aðspurð hvort það sé æskilegt að „snúsa“ á morgnanna svarar Erla neitandi.

„Þetta er svo mikil sóun á samfelldum svefni sem þú gætir verið að fá.  Þetta er stöðug truflun á svefninum þínum,“ segir hún.

Mynd/Pexels

Að „snúsa“ er þegar vekjaraklukkan hringir en viðkomandi ýtir á snús-takkann og vekjaraklukkan hringir þá aftur eftir fimm til tíu mínútur. Á iPhone símum er snúsið yfirleitt níu mínútur.

„Þú ert að rugla svefnkerfið þitt og ert ekki að fá neinn gæðasvefn, engan djúpsvefn. Það væri miklu betra fyrir þig að sofa klukkutíma lengur en að snúsa í klukkutíma,“ segir hún og bætir við að það sé í góðu lagi að snúsa ef þú ert bara að kúra aðeins og koma þér í gang, en það sé slæmt að festa svefn aftur.

„Undir morgun er léttur svefn, draumsvefn ríkjandi. Fyrri hluta nætur er það djúpsvefn, þannig venjulega þegar vekjaraklukkan hringir í fyrsta sinn á morgnanna erum við í léttum svefni, það er auðvelt fyrir okkur að vakna. Hins vegar ef við sofnum aftur erum við að byrja nýjan svefnhring og getum verið fljót að komast inn í djúpsvefn, þannig næst þegar klukkan hringir þá erum við kannski í djúpsvefni og að vakna upp úr djúpsvefni er mjög erfitt. Við erum þreytt, illa áttuð og lengi að koma okkur í gang, getum þess vegna verið bara á svona óþægilegum takti allan daginn.“

Í þættinum fer Erla um víðan völl, hún ræðir meðal annars um svefnheilsu, svefnlyfjanotkun Íslendinga, skjánotkun, hvort hægt sé að vinna upp svefn og hvaða áhrif nikótínpúðar hafa á svefninn. Horfðu á þáttinn hér, eða hlustaðu á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjömenningarnir sem ætla að sjá okkur fyrir hlátrasköllum á gamlárskvöld

Sjömenningarnir sem ætla að sjá okkur fyrir hlátrasköllum á gamlárskvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginkona Kolbeins var send fárveik heim af spítala og lést viku síðar

Eiginkona Kolbeins var send fárveik heim af spítala og lést viku síðar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólafur Laufdal og Katrín Lind eiga von á barni – „Lítið kraftaverk væntanlegt!“

Ólafur Laufdal og Katrín Lind eiga von á barni – „Lítið kraftaverk væntanlegt!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þetta ískyggilega vísbendingu um að Liam Payne hafi vitað að hann myndi kveðja snemma

Segja þetta ískyggilega vísbendingu um að Liam Payne hafi vitað að hann myndi kveðja snemma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elísa Gróa var að koma upp úr dimmum dal þegar hún gerði uppgötvun sem kom mörgum á óvart – „Þannig ég hélt áfram“

Elísa Gróa var að koma upp úr dimmum dal þegar hún gerði uppgötvun sem kom mörgum á óvart – „Þannig ég hélt áfram“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðustu skilaboð Liam Payne: Birti myndbandið nokkrum klukkutímum áður en hann dó

Síðustu skilaboð Liam Payne: Birti myndbandið nokkrum klukkutímum áður en hann dó
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sár og reið út í TMZ fyrir að birta mynd af líki Liam Payne

Sár og reið út í TMZ fyrir að birta mynd af líki Liam Payne
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna flaug kærasta Liam Payne heim nokkrum dögum áður en hann dó

Þess vegna flaug kærasta Liam Payne heim nokkrum dögum áður en hann dó
Fókus
Fyrir 3 dögum
Liam Payne látinn
Hide picture