Eins og öllum ætti að vera kunnugt þurfti síðastliðinn föstudag að rýma Grindavíkurbæ vegna þeirra gríðarlegu jarðhræringa sem þar hafa átt sér stað.
Í dag var íbúum Grindavíkur leyft að fara heim til sín í stutta stund, í fylgd björgunarsveitarmanna, til að sækja brýnustu nauðsynjar og gæludýr sín. Kristinn Svanur Jónsson ljósmyndari DV fékk leyfi til að fylgjast með, í fylgd björgunarsveitarmanna, og mynda atburði dagsins. Hann tók fjölda mynda og má sjá hluta þeirra hér fyrir neðan. Fyrst má sjá myndband, sem Kristinn Svanur tók, af því þegar maður, sem af einhverjum ástæðum var ekki með lykla að húsi sínu meðferðis, neyddist til að brjóta gat á glugga til að opna hann og skríða inn um hann til að ná í helstu nauðsynjar fyrir sig og fjölskyldu sína.
Maðurinn skreið því næst inn um gluggann