fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fréttir

Freysteinn segir að líkur á eldgosi hafi ekki breyst

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. nóvember 2023 12:23

Freysteinn Sigmundsson. Mynd/Háskóli Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, segir að staðan á Reykjanesi sé svipuð og í gær. Jarðskjálftar haldi áfram en það viti á gott að hægst hefur á jarðskorpuhreyfingum.

Freysteinn sagði þetta í samtali við RÚV í morgun.

„Það eru áfram vísbendingar um innflæði kviku inn í þennan kvikugang sem liggur undir umbrotasvæðinu. Þess vegna þarf að vera við öllu búinn,“ segir hann og bætir við að hættumat Veðurstofunnar sé óbreytt. Brugðið geti til beggja vona þó hreyfingar hafi minnkað.

„Kvikuinnstreymið hefur stórlega minnkað frá því sem var í upphafi og er orðið miklu hægara. Ef kvika kemur upp á yfirborðið yrði það eldgos sennilega meira í takt við það sem gerðist í síðasta eldgosi við Fagradalsfjall heldur en eitthvað miklu stærra sem hefur verið í umræðunni,“ sagði Freysteinn við RÚV.

Hann segir að ekki hafi orðið merkjanlegar breytingar á dýpt skjálfta og líkön bendi til þess að kvikan sé á hálfs til eins kílómetra dýpi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Í gær

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Í gær

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“