fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Cameron snýr aftur

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. nóvember 2023 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Cameron sem var forsætisráðherra Bretlands frá 2010-2016, en sagði af sér eftir að breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að Bretland skyldi segja sig úr Evrópusambandinu, var fyrr í dag skipaður utanríkisráðherra Bretlands.

Cameron, sem tilheyrir Íhaldsflokknum, er ekki lengur þingmaður í neðri deild þingsins en yfirleitt eru allir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands einnig þingmenn. Honum hefur verið úthlutað þingsæti í lávarðadeild þingsins en lítil hefð er fyrir ráðherrum í Bretlandi sem eiga ekki sæti á þingi.

Skipan Cameron er hluti af ráðherraskiptum Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, en James Cleverley sem var utanríkisráðherra verður innanríkisráðherra. Cleverley tekur við því embætti af Suella Braverman en Sunak rak hana úr embætti eftir að hún hafði sakað lögregluna um að mismuna ólíkum hópum mótmælenda.

Pat McFadden þingmaður Verkamannaflokksins segir Rishi Sunak hafa lofað umbótum og breytingum og sagt Cameron hluta af ástandi sem snerist um kyrrstöðu. Endurkoma Cameron sýni að slíkt tal sé innantómt hjal.

Fyrir skömmu gagnrýndi Cameron Sunak opinberlega fyrir að taka þá ákvörðun að ekki yrði af byggingu norðurhluta svokallaðrar HS2 lestarleiðar. Cameron sagði þessa ákvörðun gefa þeim gagnrýnisröddum undir fótinn sem segðu að Bretland væri á leið í ranga átt og að það skorti langtímahugsun við stjórn landsins.

Talsmaður Frjálslyndra demókrata í utanríkismálum, Layla Moran, sagði það lykta af örvæntingu að kalla fyrrum forsætisráðherra til liðs við ríkisstjórnina. Hún minnti á að Cameron hefði gagnrýnt Sunak opinberlega og að forsætisráðherrann fyrrverandi hefði í Covid-faraldrinum beitt sér í þágu fjármálafyrirtækisins Greensill. Það fyrirtæki fékk leyfi eftir þrýsting Cameron og fleiri áhrifamikilla aðila til að veita lán, vegna fjárhagslegra afleiðinga faraldursins, með ríkisábyrgð. Cameron átti hlut í fyrirtækinu. Opinber rannsókn fór fram á því hvernig Cameron beitti sér í þágu fyrirtækisins en niðurstaðan var að hann hefði ekki brotið nein lög um hagsmunagæslu.

Moran sagði Sunak vera farinn að skrapa botninn í Íhaldsflokknum.

Chris Bryant þingmaður Verkamannaflokksins sagði skipun Cameron ekki hjálpa Rishi Sunak við að setja saman ríkisstjórn byggða á fagmennsku og heilindum.

Mirror greindi frá.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur