fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Myndband frá RÚV triggerandi – „Ég skil að það eigi að sjokkera fólk en það má alveg hugsa líka um þá sem eru að berjast fyrir lífi sínu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 13. nóvember 2023 08:27

Inga Hrönn og Tinna. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað er það sem triggerar fólk og kemur því í ójafnvægi? Eru stjórnvöld að afvegaleiða umræðuna og reyna að fegra landið okkar með röngum tölum um dauðsföll af völdum vímuefnaneyslu.“

Tinna Guðrún Barkadóttir, stjórnandi hlaðvarpsins Sterk saman, og gestur hennar, Inga Hrönn Jónsdóttir, ræða í nýjasta þættinum um af hverju umræðan deyr alltaf strax út og gleymist. „Er það vegna þess að þessi hópur er annars flokks og auðvelt er að horfa í hina áttina?“

Inga nefnir dæmi um hvað getur verið trigger fyrir hana.

„Ég var á Facebook og allt í einu poppar upp myndband frá RÚV af manneskju að sprauta sig, það stuðaði mig mjög. Ég skil að það eigi að sjokkera fólk en það má alveg hugsa líka um þá sem eru að berjast fyrir lífi sínu. Þarna komst ég í mikið ójafnvægi,“ segir hún.

Þær nefna orðanotkun fjölmiðla um einstaklinga í vímuefnaneyslu og hvar ábyrgð þeirra liggur. „Við erum á leiðinni í rétta átt, megum ekki gleyma því en alltaf má gott bæta.“

Getur verið nammi, hljóð eða staður

Hvað er fíkn og fíknivaldur? Þær segja þetta vera umræðu sem gæti verið áhrifarík fyrir aðstandendur.

„Fíknivaki þarf ekki að vera svona stór eins og myndbandið á Facebook. Það getur verið ákveðið nammi, drykkur, staður, hljóð eða hvað sem er.“

Fíknin er svo það sem tekur við eftir að hugmyndin kemur í hugann.

„Fólk þarf að átta sig á að það er eðlilegt að upplifa fíkn, fá glansmyndir eða að hausinn reyni að plata mann. Galdurinn er að verjast þessum hugsunum.“

Inga Hrönn og Tinna. Aðsend mynd.

Flýja erfiðar tilfinningar

Þeir sem hafa þjást af alvarlegum vímuefnavanda eiga það sameiginlegt að læra ekki af reynslunni þegar kemur að neyslu. „Þetta sama fólk á það mjög oft sameiginlegt að vera frábærir foreldrar, námsmenn, duglegt í vinnu og elska fólkið sitt. Það sem þetta fólk er að gera er að nota meira til þess að deyfa og flýja einmitt þessar erfiðu tilfinningar.“

Hvað þarf fólk að gera til að vera gjaldgengur í samfélaginu ef þú hefur farið út af sporinu? „Munurinn á að vera edrú og vera í bata. Er lífið þannig að það er annað hvort edrú eða ekki. Fyrir suma er það þannig, aðra ekki.“

Inga ræðir um sína reynslu og segir að oft sé hennar upplifun að edrú samfélagið sé annað hvort svart eða hvítt, annað hvort ertu 100 prósent edrú eða ekki í stað þess að horfa á bata hvers og eins og sögu hvers og eins.

Samfélagsmiðlar

Triggerar eru ekki einungis fyrir vímuefniafíkn. „Útlit er algengt, þyngdaraukningu og tap, sjálfskaði, samfélagsmiðlar triggera margt af þessu. Við sem fullorðið fólk eigum oft erfitt með samfélagsmiðla, hvað þá börn og unglingar.“

Þær ræða einnig um ofskömmtun unga fólksins, ofbeldi og lögregluna. „Vegna refsistefnunnar þorir fólk oft ekki að hringja í neyðaraðstoð. Mörg dæmi eru um að fólk annað hvort hendi einstaklingi út og hringi svo og segi: „Hann er á Klambratúni“ eða hreinlega sleppi því að hringja og fólk týni lífi. Við vitum um nokkur þannig dæmi á þessu ári.“

„Líklega er stærsti þátturinn í þessu öllu samt tilfinningar, við kunnum ekki að takast á við þær,“ segir Inga.

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan eða smelltu á linkinn hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“