Miðjumaðurinn Aron Jóhannsson hefur yfirgefið lið Fram og mun ekki spila með liðinu á næstu leiktíð.
Fram hefur staðfestþ essar fregnir en um er að ræða 29 ára gamlan leikmann sem var einn mikilvægasti leikmaður liðsins í sumaer.
Rúnar Kristinsson var ráðinn þjálfari Fram á dögunum og vildi halda Aroni en ekkert varð úr því að lokum.
Aron er því samningslaus og má semja frítt við annað félag og ljóst að möguleikarnir verða nokkrir.
Aron gerði tveggja ára samning við Fram í fyrra en þeim samningi hefur verið rift.