Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Manchester United, er með ráð fyrir fyrirliða félagsins, Bruno Fernandes.
Berbatov er á því máli ða Fernandes þurfi að gera meira sem fyrirliði liðsins en hann er einn besti ef ekki besti leikmaður liðsins.
Portúgalinn fékk fyrirliðabandið í sumar en Berbatov segir að Portúgalinn þurfi að gera meira en að spila vel og að liðsfélagar hans skipti einnig máli.
,,Ég þekki ekki Bruno sem manneskju en hann þarf að sýna meira en bara gæði á vellinum,“ sagði Berbatov.
,,Hann þarf að sýna karakter og hvernig hann talar við sína eigin liðsfélaga. Hann á að vera fyrirliði liðsins og við getum ekki ofhugsað þetta umræðuefni.“
,,Hann er fyrirliðinn og verður það áfram. Ég er viss um að hann sé að reyna sitt besta til að hvetja liðið áfram.“