The Paper segir að þegar kassarnir voru opnaðir hafi komið í ljós að lifandi kettir voru í þeim. Birti miðillinn ljósmyndum og myndböndum af aðgerð lögreglunnar.
Dýraverndunarsinnarnir hófu sína eigin rannsókn eftir að þeir uppgötvuðu trékassana. Þeir fylgdust með kirkjugarðinum og fóru í eftirlitsferðir um borgina. Eftir sex daga fóru málin að skýrast. Flutningabíll var ekið að kirkjugarðinum, stöðvaður og kassarnir settir inn í hann.
Dýraverndunarsinnarnir hringdu í lögregluna sem stöðvaði akstur bílsins og komst að því að hann var notaður til að safna kössum saman og flytja ketti til slátrunar.
The Paper segir að ætlunin hafi verið að selja kattakjötið sem svína- og lambakjöt.
Dýraverndunarsinnarnir segja að fyrir hver 450 grömm af kattakjöti fáist sem svarar til um 560 íslenskum krónum. Ef flutningabíllinn hefði komist með kettina í sláturhúsið hefðu sem svarar til 2,8 milljóna íslenskra króna fengist fyrir þá að sögn The Paper.
Kína er eitt fárra landa í heiminum sem er ekki með almenna löggjöf um dýravernd. Landið hefur að undanförnu fengið frekar neikvæða umfjöllum á alþjóðavettvangi vegna þess hvernig er staðið að meðhöndlun matvæla í landinu sem og skorti á dýraverndunarlöggjöf.