Gervihnattagögnin sýna að undir íslaginu á austurhluta Suðurskautslandsins er fornt landslag sem hefur mótast af ám á sínum tíma. Þetta veitir góða innsýn í hvernig Suðurskautið leit út áður en jöklar mynduðust og lögðust yfir það allt.
Megnið af því landi, sem er undir ísbreiðunni á Suðurskautslandinu, hefur eyðst vegna hreyfinga íssins en gervihnattagögn sýna að á austurhluta þess hefur landið nær ekkert breyst í 34 milljónir ára.
Stewart Jamieson, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við Live Science að einhvern tímann hafi ár runnið yfir landið þarna og það þýði að það líti nú út eins og það var áður en ís lagðist yfir það.