Live Science skýrir frá þessu og segir að Kamo´oalewa sé á braut um jörðina og í apríl á hverju ári sé fjarlægð hans frá jörðinni um 14,4 milljónir kílómetra.
Hann uppgötvaðist 2016 og allar götur síðan hafa vísindamenn velt uppruna hans fyrir sér. Það kom þeim mjög á óvart 2021 þegar rannsókn leiddi í ljós að uppbygging hans er mjög svipuð uppbyggingu tunglsins.
Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Communications Earth & Environment, kemur fram að loftsteinninn gæti hafa brotnað af tunglinu við árekstur þess og loftsteins. Hafi Kamo´oalewa þá þeyst út í geiminn og endað á braut um jörðina. Einnig kemur fram að ekki sé útilokað að fleiri brot úr tunglinu séu á ferð um sólkerfið.