fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Sérfræðingar deila hart um leit NASA að ummerkjum um líf á Mars

Pressan
Laugardaginn 18. nóvember 2023 07:30

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt flóknasta verkefni sögunnar í geimnum er að Bandaríska geimferðastofnunin NASA hyggst sækja steinsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Þau verða síðan rannsökuð í leit að ummerkjum um líf á Rauðu plánetunni.

Til að þetta gangi upp þarf að nota nokkur ómönnuð geimför og bíl sem er nú þegar á Mars. Hann safnar steinsýnum sem verður síðan skotið á loft frá Mars með geimfari og send til jarðarinnar. Ef þetta gengur eftir verður það í fyrsta sinn í sögunni sem geimfari verður skotið á loft frá annarri plánetu og í fyrsta sinn sem tvö geimför mætast á braut um aðra plánetu.

En verkefnið er í uppnámi því kostnaðurinn við það hefur hækkað mjög mikið og óháð úttekt á því, sem var gerð á vegum NASA, sýnir að kostnaðurinn verði líklega 8-11 milljarðar dollara en áður hafði verið gert ráð fyrir að kostnaðurinn yrði 4,4 milljarðar. Hugsanlega þarf að fresta eða hætta við ýmis önnur verkefni NASA til að geta tekist á við þetta metnaðarfulla verkefni.

Það hefur vakið óánægju meðal margra vísindamanna að nú þegar er búið að hætta við fjárveitingar til annarra verkefna á vegum NASA vegna Mars-verkefnisins. Meðal þessara verkefna er Veritas-verkefnið sem gengur út á að senda geimfar til Venus til að rannsaka af hverju plánetan hætti að vera lífvænleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad