fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Misstu verkfærapoka í geimgöngu – Þú getur séð hann frá jörðinni

Pressan
Mánudaginn 13. nóvember 2023 04:37

Moghbeli og O´Hara í geimgöngunni. Mynd:NASA TV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur stjörnusjónauka hafa fengið nýja hlut til að beina sjónum sínum að. Það er verkfærapoki sem tveir geimfarar misstu nýlega þegar þeir voru í geimgöngu við Alþjóðlegu geimstöðina.

Jasmin Moghbeli og Loral O‘Hara, sem starfa báðar hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, voru í geimgöngu þann 1. nóvember og höfðu verkfærapoka meðferðis þar sem þær sinntu viðgerðum á geimstöðinni.

Á meðan þær voru að sinna viðgerðum þá misstu þær einn verkfærapoka frá sér. Það tókst að koma auga á pokann með utanáliggjandi myndavélum geimstöðvarinnar og braut hans var reiknuð út og var niðurstaðan að lítil hætta sé á að hann rekist á geimstöðina og því þurfi ekki að gera neitt frekar í málinu segir í tilkynningu frá NASA.

EarthSky segir að verkfærapokinn sé eins og skólataska og sé ótrúlega skær og nærri því að vera sýnilegur með berum augum frá jörðinni en hægt sé að sjá hann með sjónaukum frá jörðinni. Hann er aðeins daufari á himinhvolfinu en Úranus.

Fyrir áhugasama er rétt að benda á að ef þeir vilja sjá verkfærapokann þá þurfa þeir bara að finna geimstöðina, sem er þriðji bjartasti hluturinn á næturhimninum. Verkfærapokinn er tveimur til fjórum mínútum á undan geimstöðinni að sögn NASA.

Hann verður á braut um jörðu í nokkra mánuði en þá fer hann að lækka flugið og að lokum mætir hann örlögu sínum og brennur upp í gufuhvolfi jarðar. Þetta ætti að gerast í mars á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi