Jasmin Moghbeli og Loral O‘Hara, sem starfa báðar hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, voru í geimgöngu þann 1. nóvember og höfðu verkfærapoka meðferðis þar sem þær sinntu viðgerðum á geimstöðinni.
Á meðan þær voru að sinna viðgerðum þá misstu þær einn verkfærapoka frá sér. Það tókst að koma auga á pokann með utanáliggjandi myndavélum geimstöðvarinnar og braut hans var reiknuð út og var niðurstaðan að lítil hætta sé á að hann rekist á geimstöðina og því þurfi ekki að gera neitt frekar í málinu segir í tilkynningu frá NASA.
EarthSky segir að verkfærapokinn sé eins og skólataska og sé ótrúlega skær og nærri því að vera sýnilegur með berum augum frá jörðinni en hægt sé að sjá hann með sjónaukum frá jörðinni. Hann er aðeins daufari á himinhvolfinu en Úranus.
Fyrir áhugasama er rétt að benda á að ef þeir vilja sjá verkfærapokann þá þurfa þeir bara að finna geimstöðina, sem er þriðji bjartasti hluturinn á næturhimninum. Verkfærapokinn er tveimur til fjórum mínútum á undan geimstöðinni að sögn NASA.
Hann verður á braut um jörðu í nokkra mánuði en þá fer hann að lækka flugið og að lokum mætir hann örlögu sínum og brennur upp í gufuhvolfi jarðar. Þetta ætti að gerast í mars á næsta ári.
Picture taken #fromspace onboard the @Space_Station by @JAXA_jp astronaut @Astro_Satoshi
EVA #89 lost tool bag ⚒️🛰️
cc @AstroJaws @lunarloral @AstroAnnimal#Expedition70 #ISS pic.twitter.com/LSMXL3aQ44— Riccardo Rossi – IU4APB – @AstronautiCAST co-host (@RikyUnreal) November 7, 2023