fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Leyfði eiginmanninum að stunda kynlíf með brúðarmeynni á brúðkaupsnóttinni

Pressan
Mánudaginn 13. nóvember 2023 04:35

Katey og Dan. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enginn vafi á að fólk gleymir brúðkaupsdeginum sínum ekki, að minnsta kosti vonum við að hann sé svo eftirminnilegur að hann verði alltaf í minnum hafður. En brúðkaup Katey og Dan í september er eitthvað sem margir vilja gleyma en eflaust gleyma þau deginum ekki.

Ástæðan er að Katey leyfði Dan að stunda kynlíf með einni brúðarmeynni á sjálfri brúðkaupsnóttinni. Þetta er nú nótt sem flest hjón vilja hafa fyrir sig ein en óhætt er að segja að Katey og Dan hafi farið allt aðra leið.

Katey bauð einni brúðarmeynni með inn í svefnherbergið á brúðkaupsnóttina til að hún gæti stundað kynlíf með þeim hjónunum. Hún skýrði frá þessu í þættinum „Love Don´t Judge“.

„Við enduðum með að taka eina vinkonu mína með upp í svefnherbergið. Við fengum okkur nokkra drykki og síðan stunduðum við kynlíf með henni,“ sagði Katey.

Óhætt er að segja að Dan hafi fengið ansi sérstaka brúðargjöf frá eiginkonu sinni og hann rifjaði þetta upp skælbrosandi: „Að gera þetta á svona sérstökum degi, gerir þetta bara enn eftirminnilegra,“ sagði hann.

Eitt er að gera þetta og annað er að halda því leyndu. En það gerðu nýgiftu hjónin ekki því þau hafa sagt öllum sem heyra vilja frá þessu og jafnvel þeim sem ekki kæra sig um að heyra þetta.

Þetta féll ekki í góðan jarðveg hjá öllum því fjölskylda Katey sleit sambandinu við hana eftir að hún frétti af þessu.

„Ég held að fjölskylda mín hafi verið dómhörðust. Þau sætta sig ekki við það sem ég gerði og þau tala ekki lengur við mig út af þessu,“ sagði hún.

Nú er spurningin bara hvað þau gera þegar kemur að því að fagna eins árs brúðkaupsafmælinu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi