Einn skemmtilegasti leikur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili fór fram í kvöld er Manchester City heimsótti Chelsea í miklum marka leik.
Heil átta mörk voru skoruð í þessari viðureign en hinn ungi Cole Palmer sá um að skora jöfnunarmark heimamanna undir lokin.
Chelsea fékk vítaspyrnu á 93. mínútu og eftir rifrildi á milli leikmanna skoraði Palmer örugglega framhjá Ederson í marki gestanna.
Rodri virtist ætla að tryggja Man City sigur með marki á 86. mínútu en ekki löngu seinna fékk Chelsea vítaspyrnuna sem tryggði stig.
Palmer var valinn bestur í leiknum hjá Sky Sports en hann fær átta líkt og nokkrir aðrir leikmenn.
Chelsea: Sanchez (7), James (8), Disasi (6), Silva (7), Cucurella (5), Fernandez (7), Caicedo (7), Gallagher (8), Sterling (8), Palmer (8), Jackson (8).
Varamenn: Mudryk (6), Gusto (6), Broja (7)
Man City: Ederson (7), Walker (6), Akanji (7), Dias (5), Gvardiol (5), Rodri (8), Bernardo (6), Doku (6), Foden (8), Alvarez (7), Haaland (8).
Varamenn: Grealish (6), Kovacic (6).