Getafe á Spáni vill innilega halda sóknarmanninum Mason Greenwood sem gekk í raðir félagsins í sumar.
Frá þessu greina enskir miðlar en Greenwood er samningsbundinn enska stórliðinu Manchester United.
Framtíð leikmannsins þar er óljós en Englendingurinn hefur spilað átta leiki fyrir Getafe á láni ásamt því að skora eitt mark og leggja upp tvö.
Getafe gerir sér vonir um að semja við Greenwood endanlega en liðið borgar í dag 75 þúsund pund af launum hans.
Um er að ræða 22 ára gamlan leikmann en Man Utd er frekar opið fyrir því að lána hann í eitt tímabil til viðbótar.
Samningur Greenwood rennur út árið 2025 og gæti Man Utd því neyðst til að selja hann næsta sumar.