Brynjólfur Andersen Willumsson átti mjög góðan leik fyrir lið Kristiansund sem vann lið Skeid í norsku B-deildinni í dag.
Brynjónfur sem er fyrrum leikmaður Breiðabliks skoraði eitt mark og lagði upp tvö í öruggum 5-0 sigri.
Um var að ræða lokaumferð deildarinnar en Kristiansund fer í umspil um sæti í efstu deild eftir að hafa hafnað í fjórða sætinu.
Kristian Nökkvi Hlynsson lék með Ajax í Hollandi sem gerði 2-2 jafntefli við Almere í úrvalsdeildinni.
Ajax hefur gengið afskaplega illa á þessari leiktíð og hefur aðeins fengið 12 stig úr fyrstu 12 umferðunum.
Önnur íslensk stoðsending var þá í boði í Belgíu en Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp fyrir Leuven sem tapaði 3-1 gegn Genk.